Almennir skilmálar um skammtímaleigu á aðstöðu og búnaði af Popp & kók ehf.

1.    Inngangur

1.1. Skilmálar þessir gilda um skammtímaleigu á fasteign/herbergi (eins og hugtakið er skýrt í ákvæði 3.1. hér að neðan) á milli: Popp & kók ehf., kt. 500719-1330, Völuteig 6, 270 Mosfellsbæ (hér eftir „leigusali“) og viðskiptavinar hans (hér eftir „leigutaki“) hver um sig nefndur „aðili“ og sameiginlegir nefndir „aðilar“, í skilmálum þessum.

1.2. Með greiðslu á leigu í gegnum vefsvæði leigusala staðfestir leigutaki að hafa kynnt sér og samþykkt eftirfarandi skilmála um skammtímaleigu á aðstöðu og búnaði hjá leigusala. Þá gætir leigutaki jafnframt þess að aðrir þeir sem á hans vegum hafi kynnt sér og samþykkt skilmála þessa.

2.    Gildistaka og breytingar á skilmálum

2.1. Skilmálar þessi gilda frá maí 2020 og gilda fyrir alla viðskiptavini leigusala.

2.2. Leigusala er heimilt að gera breytingar á þessum almennum skilmálum. Tilkynning um slíkar breytingar telst hafa komið fram þegar nýjir eða breyttir skilmálar eru settir á vefsvæði leigusala.

3.    Hið leigða

3.1. Hið leigða er herbergi/rými í fasteign (hér eftir „fasteignin“ eða „hið leigða“) sem nota má til kynferðislega athafna og er búið sérstökum búnaði til kynferðislegra nota. Þá fylgir hinu leigða ýmis búnaður til kynferðislegra nota, þ. á. m. rúm, róla og bekkur.

3.2. Leigutaka er óheimilt að stunda aðra starfsemi í hinu leigða, nema með samþykki eiganda, og er leigutaka óheimilt að stunda starfsemi sem fer í bága við ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Gerist leigutaki upptækur að einhverju af framangreindu ber hann sjálfur fulla ábyrgð á þeim athöfnum og verður slíkt athæfi fyrirvaralaust tilkynnt til lögreglu.

3.3. Leigutaka er óheimilt að koma með sinn eigin búnað nema með fyrirfram samþykki leigusala. Ef fyrir liggur samþykki leigusala, ber leigutaki þá fulla ábyrgð á þeim búnaði og því tjóni sem hann veldur eða á honum verður.

3.4. Gæludýr eru undir öllum kringumstæðum óheimil í hinu leigða.

4.    Leigutími, afhending og ábyrgð

4.1 Leigusamningur þessi er tímabundinn og óuppsegjanlegur á leigutímanum.

4.2. Leigutíminn telst sá tími er leigutaki greiðir fyrir samkvæmt ákvæði 5.2. (hér eftir „leigutíminn“).  Afhending á hinu leigða fer fram á þeim tíma sem tilgreindur er í bókun leigutaka.

4.3. Leigusali skal afhenda leigutaka hið leigða í umsömdu ástandi við undirritun samnings þessa (hér eftir „afhendingartími“).

4.4. Aðgengi einstaklinga undir 18 ára aldur að hinu leigða er ekki heimilt. Hið leigða er ekki staður þar sem aðilar geta komið sér saman til þess að stunda vændi, eða stunda einhverja starfsemi, eða athafnir, sem brjóta í bága við ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvers konar greiðsla, endurgjald fyrir kynlíf, og allar þær athafnir er falla undir 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er undir öllum kringumstæðum óheimiluð á hinu leigða. Verði leigutaki og/eða þeir sem dvelja í hinu leigða uppvísir að slíku mun það tafarlaust vera tilkynnt til lögreglu.

4.5 Leigusali, getur undir engum kringumstæðum, borið ábyrgð á athöfnum leigutaka og þeim sem dvelja í hinu leigða. Þá er leigusali ekki samábyrgur leigutaka eða þeim sem dvelja í hinu leigða gerist hann sekur á einhverju af framangreindu.

4.6. Þá er leigutaka óheimilt að aðhafast nokkuð að, eða geyma nokkuð í hinu leigða sem skapað getur hættu á tjóni fyrir leigusala eða aðra og/eða brýtur í bága við viðeigandi ákvæði laga og reglna á þeim tíma.

5. Leigukjör og greiðsluskilmálar

5.1. Leigutaki skuldbindur sig til að greiða leigufjárhæð, skv. ákvæði 5.2. fyrirfram áður en hann tekur hið leigða á leigu.

5.2. Grunnleigugjald fyrir fyrsta klukkutímann er kr. 15.000 en eftir það reiknast, kr. 6.000 fyrir hverja klukkustund.

5.3. Leigugjaldið greiðist með greiðslukorti í gegnum vefsvæði leigusala en leigusali hefur ekki aðgang að persónulegum upplýsingum um leigutaka. Þá koma upplýsingar um greiðslukortanúmer ekki til leigusala heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

6. Ástand hins leigða

6.1. Hið leigða skal, þegar það er afhent, vera í því ástandi sem almennt er talið fullnægjandi miðað við fyrirhugaða notkun þess og staðsetningu. Það fylgifé sem var til staðar og auglýst var við sýningu þess, skal vera til staðar við leigutímann á hinu leigða, sé eigi sérstaklega um annað samið. Geri leigutaki ekki athugasemdir við ástand hins leigða um leið og við afhendingu, telst hið leigða afhent í fullnægjandi ástandi.

6.2. Leigutaka og þeim, er rétt sinn leiða frá honum, er skylt að fara vel með hið leigða húsnæði og í samræmi við umsamin afnot þess. Þá er leigutaki skuldbundinn til að hlíta reglum leigusala á hinu leigða. Leigutaki ber fulla ábyrgð á hinu leigða á leigutímanum.

6.3. Réttindi eða skyldur samkvæmt leigusamningi þessum, má leigutaki ekki framselja nema með skriflegu samþykki leigusala.

6.4. Leigutaka ber að skila húsnæðinu, ásamt fylgifé þess sem í hinu leigða finnst, í sama ásigkomulagi og hann tók við því.

7. Tjón á hinu leigða og ábyrgð

7.1. Leigutaki ber óskerta bótaábyrgð á öllu tjóni á hinu leigða og fylgifé þess, hverju nafni sem nefnist, óháð því af hvaða orsökum tjón kemur fram. Þannig er það ekki skilyrði að tjón sé rakið til sakar eða aðgerðar leigutaka sjálfs eða aðila á hans vegum. Leigutaki ber þannig ábyrgð á öllu tjóni á hinu leigða og fylgifé þess sem ekki fæst bætt, hvort sem um er að ræða tjón af völdum utanaðkomandi atburðar eða tjón sem aðilar á vegum leigutaka valda, og aðrir sem um eignina fara á hans vegum valda þar. Þá ber leigutaki ábyrgð á hvers konar kostnaði sem leigusali kann að verða fyrir vegna tjóns sem lögboðin trygging leigusala bætir.

7.2. Meðan leigutaki hefur afnot af hinu leigða, ber hann óskerta bótaábyrgð á öllu tjóni sem hann kann að valda á þeim tilheyrandi tækjum og tólum, er tilheyra hinu leigða, að svo miklu leyti sem slíkt telst ekki eðlileg afleiðing vegna umsaminnar notkunar.

7.3. Leigusali ber undir engum kringumstæðum, hverju nafni sem nefnist, ábyrgð á því sem fer fram á hinu leigða meðan leigutaki dvelur þar. Það er alfarið á hálfu leigutaka, og þeim sem hann hleypir inn í rýmið, að gæta þess að farið sé að lögum, reglum og tryggja að gætt sé hollustuháttum manna og heilbrigði.

8. Umgengi

8.1. Leigutaki og þeir sem dvelja í hinu leigða í samræmi við skilmála þessa, skulu í hvívetna fara með hið leigða í samræmi við góðar venjur, ganga vel og snyrtilega um hið leigða, ásamt fylgifé þess og fara að lögum og reglum um hreinlæti og heilbrigði.

8.2. Leigutaka er ekki heimilt að hafa fleiri en þrjá aðila inni í hinu leigðu á meðan leigutíma hans stendur yfir. Gerist leigutaki, brotlegur samkvæmt ákvæði þessu skal hann og þeir sem honum tilheyra yfirgefa hið leigða. Þá skal leigutaki greiða kr. 6.000 fyrir hvern aðila sem er umfram leyfilegan heildarfjölda. Ekki skiptir máli hversu lengi aðilarnir eru viðstaddir á hinu leigða.

8.3 Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim sem hann hleypir inn í rýmið. Þá ber leigutaka jafnframt skylda til þess, að kynna þeim aðilum sem koma í hið leigða á hans vegum efni þessa skilmála. Aðilar á vegum leigutaka geta ekki borið fyrir sig þekkingarleysi á skilmálum þessum þar sem það er á ábyrgð leigutaka að kynna skilmála þessa fyrir þeim.

8.3. Leigutaki, og þeir sem eru á hans vegum skulu kappkosta að valda nágrönnum ekki óþægindum eða ónæði umfram það sem vænta má. Í því samhengi má nefna að óæskilegur klæðaburður, til og frá hinu leigða, er ekki heimilaður. Leigutakar eru vinsamlegast beðnir um að virða nærliggjandi umhverfi með sinni bestu getu.

8.4. Öryggi og hreinlæti er í algjöru fyrirrúmi hjá leigusala og starfsemi hans. Þrif eru innifalin að loknum leigutíma. Leigusali skal þrífa hið leigða, ásamt tilheyrandi tækjum og tólum, að lokinni dvöl hans og aðilum á hans vegum.

8.5. Reykingar og rafrettur er óheimilar í hinu leigða. Varsla og meðferð fíkniefna er sömuleiðis óheimil.

9. Aðgangur leigusala að hinu leigða

Leigusali hefur ekki rétt á aðgangi að hinu leigða á leigutímabilinu nema að grunur sé um verið sé að brjóta samning þennan.

10. Framleiga og framsal

Leigutaka er óheimilt að framselja réttindi sín og/eða skyldur skv. samningi þessum hvort sem er að hluta eða öllu leyti nema að fengnu fyrir fram skriflegu samþykki leigusala. Leigusala er heimilt að framselja réttindi og/eða skyldur sínar skv. samningi þessum að hluta eða öllu leyti.

11. Uppsögn

Leigusamningi þessum verður ekki slitið með uppsögn á umsömdum leigutíma. Leigusala er þó heimilt að segja upp samningi þessum á grundvelli sérstakra forsenda, atvika eða aðstæðna, s.s. ef að grunnur liggur um að leigutaki hafi gerst brotlegur við ákvæði 2.4. og 2.5.

12. Lok leigusamnings

Að leigutíma loknum skal leigutaki skila herberginu, ásamt öllum tilheyrandi tækjum og tólum, í hendur leigusala í a.m.k. sama eða jafngóðu ástandi og upphafsástand þess var.

13. Vinnsla og meðferð persónuupplýsinga

13.1. Vinnsla persónuupplýsinga um leigutaka af hálfu leigusala er óheimil. Gætt er viðeigandi öryggis og að fullum trúnaði er varðar upplýsingar um leigutaka. Leigusali skal gæta þess til hins ítrasta að komið sé í veg fyrir óheimilan aðgang eða notkun á persónuupplýsingum um leigutaka.

 

13.2. Gæta skal í þessu samhengi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018, þá einkum hvað varðar viðkvæmar persónuupplýsingar s.s. um kynlíf eða kynhneigð manna, sbr. 3. tl. 1. mgr. 3. gr. laganna. Vinnsla með þær upplýsingar og aðrar upplýsingar, er falla undir lögin, um viðskiptavini leigusala er óheimil af hans hálfu.

14. Annað

14.1. Samningsaðilar eru bundnir trúnaði um efni og leiguskilmála þessa. Gæta skal fullum trúnaði er varða upplýsingar um leigutaka hjá leigusala.

14.2. Ekki má taka upp myndbönd eða ljósmyndir inni í hinu leigðu nema með skriflegu samþykki leigusala.

15. Lög og lögsaga

15.1. Um leiguskilmála þessa gilda íslensk lög.

15.2. Komi upp ágreiningur milli aðila um framkvæmd eða túlkun leiguskilmála þessa skal mál vegna slíks ágreinings rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavík.